Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Minnst fimm sagt upp hjá DV

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá DV. Engum blaðamönnum var sagt upp en samkvæmt heimildum Mannlífs starfaði fólkið í ýmsum deildum fyrirtækisins.

Mannlíf hefur jafnframt heimildir fyrir því að Karl Garðarsson, sem starfaði sem framkvæmdastjóri DV, sé á útleið. Óhætt er að segja að Karl sé mikill reynslubolti í bransanum en hann hefur aldarfjórðungs starfsreynslu í íslenskum fjölmiðlum, gengdi meðal annars starfi fréttastjóra á Stöð 2 og síðar framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Norðurljósa. Þá var Karl einn stofnenda, framkvæmdastjóri og ritstjóri Blaðsins/24 stunda og um tíma gengdi hann starfi útgáfustjóra prentmiðla Árvakurs. Haustið 2017 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., útgáfufélags m.a. DV, DV.is, Eyjunnar og Bleikt.

Í desember á síðasta ári greindu fjölmiðlar frá því að gerður hafi verið samningur um kaup Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti frettabladid.is og hringbraut.is, á DV og dv.is, en samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þegar Mannlíf hafði samband við forstjóra Torg ehf., Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, sagðist hún ekkert vita um uppsagnirnar. Boltinn væri enn hjá Samkeppniseftirlitinu vegna samruna félaganna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -