Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að gæta að afbrotavörnum í páskafríinu.
Nú þegar páskafríið er á næsta leyti og fólk hyggur á ferðalög er gott að huga að afbrotavörnum. Á það minnir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni. Birtir lögreglan myndskeið þar sem farið er yfir öryggisatriði svo hægt sé að verjast innbrotum.
Hér má lesa færsluna og horfa á myndbandið:
„Það er viðbúið að margir landsmanna séu á faraldsfæti um þessar mundir, nú þegar páskarnir eru á næsta leyti. Það er því tilvalið að beinum sjónum okkar að afbrotavörnum og hvernig megi koma í veg fyrir innbrot á heimili. Lögreglan hefur oft nefnt leiðir í þeim efnum hér á þessum vettvangi, en í meðfylgjandi myndbandi, sem við höfum birt áður, er mikilvægi þess að hafa traustar hurðalæsingar, útiljós með hreyfiskynjara, traustar gluggalæsingar og inniljós með tímastillir haldið á lofti.“