Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Minnst 93 látnir eftir hryðjuverkaárásina í Moskvu -Reyndu að komast undan í hvítum Renault

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 93 eru sagðir hafa látist í hryðjuverkaárásinni í Moskvu í gærkvöldi og aðrir 60 eru sagðir þungt haldnir á spítala en alls voru 107 fluttir á sjúkrahús eftir árásina. Árásarmennirnir eru taldir hafa komist undan.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í tónleikahöllinni í Moskvu í gærkvöldi, en enn er verið að rannsaka hvort það standist. Fjórir menn réðust inn í Crocus City Hall, vopnaðir byssum og handsprengjum og hófu árás á tónleikagesti en fjölmargt fólk var statt í höllinni. Eldur kviknaði í byggingunni en hefur nú verið slökktur.

Samkvæmt The New York Times söfnuðu Bandaríkin upplýsingum í mars um að Íslamska ríkið-Khorasan, þekkt sem ISIS-K, sem er einhvers konar útibú samtakanna með aðsetur í Afganistan, „hefði verið að skipuleggja árás á Moskvu. Liðsmenn ISIS hafa verið virkir í Rússlandi,“ sagði einn bandarískur embættismaður við blaðið. „ISIS-K hefur undanfarin tvö ár einblínt á Rússland“ og „sakar Kreml um að vera með blóð múslima á samviskunni, með vísan til inngripa Rússa í Afganistan, Tsjetsjníu og í Sýrland,“ sagði Colin P. Clarke, sérfræðingur gegn hryðjuverkum, við blaðið.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml hitti Vladimir Putin forstjóra leyniþjónustunnar, Alexander Bortnikov, Vladimir Kolokoltsev innanríkisráðherra, Alexander Bastrykin, yfirmann alríkisrannsóknarnefndar, og Viktor Zolotov, yfirmann þjóðvarðliðsins vegna árásarinnar. Háttsettir öryggisfulltrúar tilkynntu Pútín um hryðjuverkaárásina fyrir utan Moskvu í gærkvöldi.

- Auglýsing -

Pútín ræddi einnig við Alexander Kurenkov, yfirmann alríkisneyðarstofnunarinnar, um björgunaraðgerðir við Crocus tónleikahöllina og við heilbrigðisráðherrann Mikhail Murashko, Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra og Andrey Vorobyov svæðisstjóra Moskvu um áframhaldandi hjálparstarf fyrir fórnarlömb og eftirlifendur.

Rússneska ríkisfréttastofan RIA Novosti greinir frá því að þeir sem stóðu að árásinni hafi farið af vettvangi í hvítum Renault. Stofnunin hefur birt mynd af ökutækinu sem og óháðar fréttastofur en öryggismyndavél smellti af mynd þegar mennirnir keyrðu yfir löglegum hraða kvöldi fyrir árásina. Bíllinn var keyptur í byrjun janúar á þessu ári en talið er að skipt hafi verið um bílnúmer og bílinn litaður hvítur en hann ku hafa verið svartur. Samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi hafa 11 verið handteknir, þar á meðal allir fjórir árásarmennirnir.

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr fréttum Meduza.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -