Fjölmiðlar tengdir Íslamska ríkinu hafa birt líkamsmyndavélar sem árásarmennirnir tóku í hryðjuverkaárásinni á föstudaginn á tónleikastaðinn Crocus í útjaðri Moskvu.
Mannlíf varar við lýsingum á myndskeiðinu.
Myndbandið sýnir nærmynd af hryðjuverkamönnum sem skjóta á fólk. Einn árásarmannanna virðist skjóta að minnsta kosti 10 skotum og að minnsta kosti fimm lík eru sýnd liggjandi á gólfinu. Eftir fyrstu byssuskotin sést einn hryðjuverkamannanna fara upp að manneskju sem liggur á gólfinu og skera hana á háls með hníf.
Myndbandið var tekið við suðausturinngang á fyrstu hæð. Þar má sjá reyk fylla salinn. Andlit hryðjuverkamannanna sjálfra eru óskýr í myndbandinu.
Einn hryðjuverkamannanna má heyra hrópa: „Komdu svo,“ „Dreptu þá, sýndu enga miskunn,“ og „vantrúarmennirnir munu verða sigraðir,“ auk þess sem hann lofar Allah. (Vídeóið er með arabískum texta.)
Af myndbandinu má ráða að um að minnsta kosti fjóra hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. Fatnaður þeirra líkist mannanna sem leyniþjónusta Rússlands sagðist hafa handtekið daginn eftir árásina, sagði iStories. Þar að auki er vélbyssa í myndbandinu með sömu merkingum og sú sem sýnd er í myndbandi rússnesku rannsóknarnefndarinnar frá vettvangi.
Fréttin er unnin upp úr frétt rússneska útlagamiðlinum Meduza.