Helgi Hrafn Gunnarsson segir þjóðina búa við „stæka þöggunarmenningu“ í nýrri Facebook-færslu.
Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson steig inn á hálfgert jarðsprengjusvæði á Facebook í dag en þar skrifaði hann um þöggunarmenningu sem hann segir þjóðina búa við. „Við búum við stæka þöggunarmenningu.
Að lokum segir hann að svokölluð slaufunarmenning sé blæbrigði af sama fyrirbærinu og hann talaði um hér fyrir ofan.
„Það sem hefur verið nefnt slaufunarmenning er blæbrigði af þessu sama fyrirbæri. Það sem er samt undarlegt, og satt best að segja mjög ótrúverðugt, er þegar fólk lætur eins og að slaufunarmenningin sé bara ímyndun fólks með vondar skoðanir. Þetta er annaðhvort ekki heiðarlegt, eða sjálfsblekking fólks sem aðhyllist slaufunarmenninguna en treystir sér ekki til að verja hana málefnalega.“
Hér fyrir neðan má sjá færsluna og hressilegar umræður sem skapast hafa í athugasemdakerfinu við hana.