Undirbúningur vegna þátttöku Íslands í Eurovision í Malmö er í fullum gangi með Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonuna stórsnjöllu, í öndvegi. Fyrir liggur að sá orðhvati Felix Bergsson aðstoðarforsetaframbjóðandi er ekki lengur með í för sem liðsstjóri. Þá er uppi á teningnum annað og verra. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur lýst keppninni af snilld og einlægni mörg undanfarin ár. Hann þykir undanfarið verið hvassyrtur í garð Ísraelsmanna og sýnt að hafa sýnt samhug með Palestínumönnum í neyð þeirra.
Gísli fór ekki leynt með aðdáun sína á Palestínumanninum Bashar Murad, sem tapaði naumlega fyrir Heru. Þetta þýðir að Gísli Marteinn er af mörgum innan RÚV talinn vera óæskilegur í hlutverkið áfram og óljóst hvort hann fær að fara með til Svíþjóðar eða þá hver taki við af honum ef honum verður slaufað í þágu Ísraels …