Edda Björgvinsdóttir minnist móður sinnar í nýrri Facebook-færslu.
Ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, Edda Björgvinsdóttir minnist Margrétar Kristinsdóttur móður sinnar á Facebook í dag en hún hefði orðið 94 ára í dag en hún lést árið 2012.
Edda segist í færslunni hafa áttað sig á því á fullorðinsaldri hvað það er „ómetanlegt (og alls ekki sjálfgefið) að eiga mömmu sem gefur svona óendanlega mikinn kærleika – alltaf.“
Hér má lesa hin fallegu minningarorð í heild sinni:
„Engin er eins og hún mamma. Afmælisbarn dagsins er elsku falleg mamma mín. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðin fullorðin hvað það er ómetanlegt (og alls ekki sjálfgefið) að eiga mömmu sem gefur svona óendanlega mikinn kærleika – alltaf. Ég hélt satt að segja að allir foreldrar væru endalaust gjöfulir og styðjandi við öll börn og slíkur foreldrakærleikur yrði til um leið og von væri á litlu barni og væri síðan ótæmandi brunnur. En því miður er ekki svo og með árunum hef ég farið oftar og oftar á hnén og þakkað fyrir fjársjóðinn í mínu uppeldi.“