Frekar rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar en opið var á flestum skemmtistöðum miðborgarinnar þrátt fyrir hátíðarnar.
Einstaklingur dró upp hníf á skemmtistað í nótt og ógnaði dyraverði. Lögreglan var kölluð til en búið var að afvopna hann þegar lögreglan mætti á vettvang. Var hann handtekinn.
Róleg var að öðru leyti samkvæmt dagbókinni en stutt er síðan skemmtistöðum var leyft að hafa opið eftir að föstudagurinn langi byrjaði en reglunum var breytt árið 2019. Vegna Covid-faraldursins reyndi hins vegar ekki á þær fyrr en um páskana 2022. Síðan þá hefur skemmtanahald verið óskert um páskana.