Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jakob Frímann íhugar að bjóða sig fram til forseta: „Ótrú­leg­asta fólk úr ýms­um ólík­um átt­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Flokks fólksins, Jakob Frímann Magnússon, segir nú íhuga fyrir alvöru að gefa kosta á sér til embættis forseta Íslands.

Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon segir í samtali við mbl.is að hann sé alvarlega að íhuga forsetaframboð en að hann muni tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Ákveði hann að bjóða sig fram bætist hann í hóp aragrúa fólks sem langar að flytja á Bessastaði en á fimmta tug manna eru nú að safna meðmælendum.

Jakob segist víða hafa fengið hvatningu. „Það er ótrú­leg­asta fólk úr ýms­um ólík­um átt­um. Það var það reynd­ar fyr­ir átta árum líka,“ seg­ir Jakob, aðspurður hverj­ir hafi komið að máli við hann.

Þingmaðurinn er staddur í útlöndum í augnablikinu en snýr heim á næstu dögum. Kveðst hann þá funda með stuðningsfólki sínu og ráðgjöfum. Einnig ætlar hann að ræða við þingflokk Flokks fólksins.

„Ég geri auðvitað ekk­ert án þess að ræða þetta al­menni­lega við fólkið í kring­um mig, fjöl­skyld­una, þing­flokk­inn og aðra sem ég er í sam­bandi við.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -