Forsetabílstjórinn er veðurtepptur á Ísafirði.
Guðni Th. Jóhannesson forseti var staddur á Ísafirði síðustu daga í opinberum erindagjörðum, ásamt aðstoðarkonu sinni og bílstjóra. Þar opnaði Guðni meðal annars myndlistarsýningar leikskólabarna í Ísafjarðarbæ en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en einnig haldin þar í bæ um hátíðarnar.
Samkvæmt heimildum Mannlífs þurfti forsetinn svo að komast aftur suður í dag vegna utanlandsferðar sem hann og eiginkona hans, Eliza Reid fara í en eftir um hálftíma töf komst hann með flugvél til Reykjavíkur. Eftir situr þó forsetabílstjórinn en ófært er bílum í augnablikinu. Hann getur þó huggað sig við það að nóg er um að vera í Ísafjarðarbæ um hátíðina.