Í gærkvöldi var tilkynnt um eld á Kjalarnesi en kom fljótt í ljós að um var að ræða urðunarstað Sorpu á Álfnesi á Kjalarnesi en RÚV greindi fyrst frá. Búið er að slökkva eldinn og gekk það starf vel að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en það tók um það bil 90 mínútur að slökkva eldinn. Samkvæmt sjónarvottum lagði reyk frá svæðinu. Þá er greint frá því að reykur og lykt hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Jónasar var eldurinn ekki mikill og mesta áskorun slökkviliðsins hafa verið að eiga fjarskipti en mikið rok gerði slíkt erfitt. „Þetta var smá slagur við rokið,“ sagði Jónas en ekki liggur fyrir hver upptök eldsins eru.