Samverustund er í Lindakirkju í Kópavogi klukkan 17 í dag vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum á þriðjudagskvöld, en það er Önfirðingafélagið sem stendur að stundinni. Undanfarinn sólarhring hafa fjögur snjóflóð fallið á Vestfjörðum.
„Í ljósi atburða síðastliðins sólarhrings heima á Flateyri ætlar Önfirðingafélagið að bjóða upp á huggulega samverustund í safnaðarheimili Lindakirkju kl 17:00 á morgun, fimmtudaginn 16. janúar,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins.
Félagið hvetur Vestfirðinga, og aðra, til að mæta til að spjalla og sýna samfélaginu og hvert öðru stuðning.