Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði í dag Facebook-færslu þar sem hann skýtur föstum skotum á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Að rétta hjálpandi hönd og sparka svo í þann sem liggur.Það er það sem ríkið er að gera gagnvart Grindvíkingum.
Björn segir svo að fasteignaverðið hafi hækkað svo mikið vegna aukinnar eftirspurnar, að Grindvíkingar eigi nánast enga möguleika á að fá sambærilegar eignir fyrir peninginn frá ríkinu. „Fasteignaverð hefur snarhækkað vegna aukinnar eftirspurnar og Grindvíkingar eiga því nánast enga möguleika á að fá sambærilegar eignir fyrir uppkaupa peninginn frá ríkinu.
En hvað þýðir það samkvæmt Birni?
„480 þúsund af eign sem metin er á 60 milljónir.
Þá segir Björn þetta vera „blauta tusku“ framan í Grindvíkinga. „Ef einhver vitglóra og töggur eru í okkar kjörnu fulltrúum og í ríkisstjórninni þá verða Grindvíkingar undanþegnir þessu stimpilgjaldi, enda er það ekkert annað en blaut tuska framan í fólk sem ekkert hefur til saka unnið, þvert á móti verið gjöfulir og góðir þegnar þessa lands. Endilega deilið þessari færslu og fylgist grannt með viðbrögðum þingmanna og annara valdhafa.“