Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn fundar vegna mögulegs framboðs Katrínar: „Meiri lík­ur en minni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður til fundar á morgun, vegna mögulegs forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir þingflokssformaður flokksins er sú sem ákvað fundarboðið.

Í samtali við mbl.is staðfestir Hildur að hún hafi boðað til fundarins.

„Já ég get staðfest að við mun­um halda þing­flokks­fund á morg­un. Þrátt fyr­ir að Alþingi sé ekki að störf­um finnst mér rétt að boða til þing­flokks­fund­ar vegna þess­ar­ar stöðu. Þó að ekk­ert liggi fyr­ir enn sem komið er finnst mér eðli­legt að við ræðum sam­an okk­ar í milli hvað mögu­legt fram­boð for­sæt­is­ráðherra gæti haft í för með sér,“ seg­ir Hild­ur í samtali við mbl.is.

Aðspurð um það hvaða áhrif framboð Katrínar hefði á ríkisstjórnarsamstarfið svaraði Hildur:

„Það gef­ur auga leið að það mun hafa ein­hver áhrif á þetta sam­starf. Staðan er sú að þetta ligg­ur ekki fyr­ir.“

Telur Hildur að meiri líkur en minni séu á að Katrín bjóði sig fram til embættis forseta Íslands.

- Auglýsing -

„Miðað við þann tíma sem hef­ur liðið þá myndi ég per­sónu­lega halda að það væru meiri lík­ur en minni. En ég hef ekk­ert meiri fyr­ir mér í því held­ur en hver ann­ar sem er að fylgj­ast með þess­ari at­b­urðarás að svo komnu máli,“ seg­ir Hild­ur.

Samkvæmt heimildum mbl.is ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við þingmenn flokksins um hvað væri best að gera ef svo færi að Katrín færi í framboð og hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið. Ýmsir kostir ku hafa verið ræddir í þeim samtölum.

Sagt var frá því í fréttum í gær að lénið katrinjakobs.is hafi verið stofnað á þriðjudaginn í síðstu viku. Rétthafinn af léninu er sá sami og var rétthafi af léninu katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006 en líklegt verður að teljast að Katrín sé sá rétthafi enda hefur það lén verið notað af henni sjálfri í gegnum árin.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -