Sunnudagur 27. október, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Katrín ráðgast við hina leiðtogana um brotthvarf – Ákvörðunar um forsetaframboð að vænta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ráðgast óformlega við leiðtoga hinna stjórnarflokkanna um mögulegt forsetaframboð. Heimildir Mannlífs herma að hún sé komin á fremsta hlunn með að taka slaginn og gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Katrín mun opinbera ákvörðun sína fyrir lok vikunnar. Ákvörðun hennar veltur á endanum á viðbrögðum innan Vinstri grænna og samþykki baklandsins um að þessi leið verði farin. Takist Katrínu ekki að sannfæra sitt fólk um að flokkurinn sleppi forsætisráðuneytinu og hún fari í framboð er staða hennar vonlítil. Þá er gríðarlega mikilvægt að ekki komi til uppþots á stjórnarheimilinu með tilheyrandi öngþveiti í stjórn landsins. Segja má að hún sitji á púðurtunnu.

Fyrir liggur að samstarfsflokkar VG munu aldrei samþykkja að Svandís Svarvarsdóttir, sem er næststerkust innan flokksins, taki við forsætisráðuneytinu. Þá er nær útilokað að flokksmenn VG samþykki að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taki við embættinu. Þar með er fólk komið að lægsta samnefnaranum sem er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem hefur reynslu sem forsætisráðherra. Talið er að flokkarnir þrír geti sameinast um hann sem leiðtoga til bráðabirgða.

Heimildir Mannlífs herma að Katrín hafi í nokkur misseri gælt við hugmyndina um að fara í forsetaframboð. Hana hafi þó skort kjark til að stíga skrefið til fulls. Nú er hún aftur á móti að falla á tíma og þarf að hrökkva eða stökkva. Víst er að hún hefur látið kanna jarðveginn fyrir framboð sitt og möguleikana á sigri. Þar er einna helst við að etja Baldur Þórhallsson sem er með fljúgandi meðbyr. Þá er enn beðið eftir því að Jón Gnarr opinberi sína ákvörðun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -