Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Helga lásasmiður vann 175 milljónir króna í Las Vegas: „Við höldum ró okkar yfir þessu öllu saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vantaði ekki salt í grautinn hennar Helgu Love sem vann stóran lottóvinning árið 1995.

„Við tökum þessu með jafnaðargeði. Ef við værum yngri óttast ég að við hefðum misst stjórn á öllu þessu og hætt að vinna. Við höfum þroskast og núna held ég að við höldum ró okkar yfir þessu öllu saman. Við erum bæði i sömu atvinnunni og þetta hefur ekki afgerandi áhrif á líf okkar að öðru leyti en því að við keyptum okkur nýtt hús og nýjan bíl,“ sagði Helga Love við DV árið 1995 eftir að hafa unnið stóran lottóvinning. Hún bjó í Las Vegas með Gerald Love, eiginmanni sínum, en þau störfuðu bæði sem lásasmiðir.

Vill læra íslensku

„Ég tala ekki íslensku en mamma reyndi að kenna mér málið þegar ég var barn. Ég var á þeim tíma upptekin af öðrum hlutum og hafði engan tíma til að læra málið. Núna hef ég fullan hug á að læra íslenskuna sem er móðurmál mitt. Ég stefni að því að fara í heimsókn til Íslands næsta sumar,“ sagði Helga en hún hafði árið 1995 aðeins komið einu sinni til Íslands en þá gisti hún hjá frænku sinni árið 1973, þá 17 ára gömul. Þá átti hún hálfbróður en sá hét Ómar Einarsson sem var skipstjóri í Keflavík.

„Hún dvaldist hjá mér í einn mánuð og við ferðuðumst vítt og breitt um landið. Hún heimsótti þá meðal annars Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða, móðurbróður sinn. Hún Helga og Gerald Love, sem búa í Las Vegas, fengu um 175 milljónir íslenskra króna í lottóvinning. Þau eru bæði miklir áhugamenn um hesta. Helga, sem á íslenska móður, heldur miklum tengslum við ísiand og ætlar að koma í heimsókn næsta sumar. Hún var mjög hrifin af landi og þjóð,“ sagði frænkan við DV en hún vildi ekki koma fram undir nafni.

Mjög ánægjulegt

„Helga er mjög yfirveguð, greind og hlý. Ég hef tvisvar heimsótt hana til Bandaríkjanna og hún hyggst koma hingað næsta sumar. Þá reikna ég með að við ferðumst um Vestfirði þar sem hún hefur aldrei komið. Hún hefur haldið tengslum hingað og við skrifumst reglulega á. Það er óhætt að segja að hún sé sannur Íslandsvinur. Það var svolítið fyndið að ég fékk bréf frá henni með þessum tíðindum nú fyrir skömmu en það bréf hafði verið lengi á leiðinni. Það hafði vantað 10 cent upp á póstburðargjaldið og bréfið var þess vegna endursent heim til hennar.“

„Það er mjög ánægjulegt að hún skuli hafa fengið þennan vinning. Ég vona bara að þetta verði þeim báðum til góðs,“ sagði bróðir Helgu um málið í samtali við DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -