Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Steinunn Ólína býður sig fram til forseta: „Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands.

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tilkynnti fyrir klukkustund að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta Íslands. Í myndskeiði sem hún birti á Facebook segist hún þekkja þjóðina og þjóðina þekkja hana: „Þið stöppuðu í mig stálinu þegar ég var sorgmædd og einmana og þið kennduð mér líka að varðveita eldinn, elska heitt og að ekkert væri ómögulegt.“

Segir Steinunn Ólína að mikið sé í húfi og að það skipti máli hver gegni embætti forseta Íslands. „Forseti er í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundum, þegar hún mætir sem fulltrúi hennar til að sýna – að okkur má aldrei standa á sama. Forseti þarf því að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr – í blíðu og stríðu.

Þessar forsetakosningar sýna að við verðum að eiga meira en samtal um stjórnarskrá okkar. Breytingar á henni hafa nú verið til umræðu í heilan mannsaldur. Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða.“

Þá segir hún best ef forsetinn þurfi helst aldrei að „skerast í leikinn“. „Þjóðin á heimtingu að því að á hana sé hlustað. Það er þingsins að búa svo um hnútana að þar sé ávallt verið að vinna að sameiginlegum hagsmunum fólksins í landinu svo forseti þurfi helst aldrei að skerast í leikinn.“

Steinunn segir einnig að á Íslandi búi fólk sem „aldrei hefur fengið að njóta sín“ og að það sé „sameiginlegt verkefni“ að bæta stöðu þess svo „allir íbúar landsins geti dafnað og blómstrað.“ Bætti hún við: „Ég lofa, verði ég forseti, að fylgjast vel með og sinna þessu stóra verkefni eftir bestu getu, ekki einu umfram annað, og inna embættisverkin af hendi af áhuga, samviskusemi og alúð.“

Hægt er að horfa á tilkynningu Steinunnar Ólínu í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -