Ingvi Þ. Þorsteinsson er látinn 94 ára að aldri. Mbl.is greinir frá.
Ingvi fæddist í Reykjavík árið 1930 og lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Eftir að hafa lokið prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri hélt Ingvi til Noregs og síðar Bandaríkjanna í framhaldsnám.
Eftir að Ingvi fluttist aftur til Íslands sinnti hann ýmsum störfum meðal annars sem kennari hjá Háskóla Íslands og Landgræðslu ríksins en hann starfaði lengst sem sérfræðingur í gróðurfræði og deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Þá var Ingvi einn af stofnendum Landverndar og sat í stjórn félagsins.
Ingvi lætur eftir sig eignkonu og fimm dætur.