Matvælastofnun (MAST) hefur vakið athygli neytenda á plasti sem sem mögulega gæti leynst í í tveimur stærðum af Síríus Rjómasúkkulaði og einni stærð af Síríus Suðusúkkulaði. Nói Síríus hefur innkallað þrjár framleiðslulotur af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sýnilegt neytendum þegar varan er opnuð er fram kemur í grein á vef MAST.
Þar er viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar eða hjá Nóa Síríusi.