Háðfuglinn og varaþingmaðurinn Brynjar Níelsson segist hafa fengið áskorun í beinni útsendingu á Bylgjunni um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. „Gamall kollegi og félagi gerði mér þann óleik í beinni útsendingu á Bylgjunni að skora á mig í framboð til forseta Íslands. Áhrifamáttur fjölmiðla er mikill og nú hellast yfir mig áskoranir. Af því að það hentar mér illa að liggja undir feldi dögum saman þá ætla ég ekki að bíða með tilkynningu. Hún er sú að ég ætla ekki í framboð til forseta Íslands.“
Brynjar tiltekur svo helstu ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni:
„Ástæður eru þessar helstar:
Þá segir hann að eiginkona hans væri betri kostur í embættið en hann.
Að lokum segist Brynjar ekki vilja lýsa yfir stuðningi við ákveðinn frambjóðanda.