Mótmæli hafa verið boðuð við Bessastaði klukkan 19:00 í kvöld. Mótmæla á nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem í kvöld fundar í forsetabústaðnum.
Roði – Ungir Sósíalistar og baráttusamtökin Samstöðutjaldið / The Solidarity tent hafa boðað til mótmæla fyrir utan Bessastaði klukkan 19:00 í kvöld. „Mótmælum nýju ríkisstjórn fjárglæframannsins Bjarna Benediktssonar. Vanhæf ríkisstjórn!“ segir í lýsingu á mótmælunum á Facebook.
Þar segir einnig að það sé ekki hægt að sætta sig við að „maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra.“
„Það er óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra. Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar.“
Þá segir einnig að Bjarni hafi „gerst sekur um þjóðarmorð“ með því að stöðva fjárveitingar til UNRWA og með því að mótmæla ekki framgangi Ísraelshers.
„Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“
Og lýsingin heldur áfram: