Sagan segir að þeir fiski sem róa, en það er fátt sem Íslendingar eru betri í en að fiska og róa. Mannlíf vildi vita hversu háa upphæð fiskbúðir á Ísland rukkuðu fyrir eitt kíló af ýsu. Þá var einnig reynt að fá verð hjá fiskbúðum á landsbyggðinni og virðist sem ýsan sé dýrari á höfuðborgarsvæðinu en öðrum stöðum á landinu. Kjöt & fiskbúð Austurlands býður upp á kíló af ýsu á 2.550 krónur meðan Hafið og Fiskbúð Fúsa, sem eru einmitt staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, rukka 1.140 krónum meira fyrir þeirra kíló af ýsu.
Kjöt- og fiskbúð Austurlands – 2.550
Litla fiskbúðin – 2.590
Fisk Kompaní – 2.990
Fiskbúð Sjávarfangs – „um 3.000 krónur“
Fiskbúð Fjallabyggðar – 3.190
Fiskikóngurinn – 3.300
Fisk & Kjötbúð Reykjaness – 3.390
Fiskbúðin Hafberg – 3.500
Fiskbúð Hólmgeirs – 3.580
Fiskverslun Suðurlands – 3.590
Hafið – 3.690
Fiskbúð Fúsa – 3.690
Verðkönnunin var framkvæmd daganna 8. – 12. apríl
Grein þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.