Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

O.J. Simpson er látinn: „Hann var umkringdur börnum sínum og barnabörnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

O.J. Simpson lést í gær eftir baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára.

Fyrrverandi NFL stjarnan og kvikmyndaleikarinn O.J. Simpson, sem þó er mun þekktari fyrir morðákæru sem hann hlaut árið 1995 en hann var sakaður um að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman, til bana, lést úr krabbameini í gær, samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu hans. Simpson var sýknaður af morðákærunni en málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.

„Þann 10. apríl, laut faðir okkar, Orenthal James Simpson, í lægra haldi fyrir krabbameini,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðli hans í dag. Þar stóð einnig: „Hann var umkringdur börnum sínum og barnabörnum. Fjölskylda hans biður um frið og virðingu á þessum erfiðu tímum.“

Andlát Simpson bar að tveimur mánuðum eftir að myndskeið birtist þar sem því var haldið fram að hann hefði greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og væri í geislameðferð. Á þeim tíma neitaði hann sögusögnum um að hann væri kominn í líknandi meðferð, í myndskeiði sem hann birti á X-inu, en ræddi ekkert um greininguna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -