Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Er heimsstyrjöld að hefjast? Íran svarar sprengjuárás Ísraela í Sýrlandi með drónaárásum á Ísrael

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt lítur út fyrir að árás sem óttast var að Íranir ætlaði að gera á fjandvini sína í Ísrael sé að hefjast; bandarískir og ísraelskir embættismenn segja í það minnsta tugi dróna hafa verið senda af stað frá Íran áleiðis til Ísraels.

Ebrahim Raisi forseti Íran.

Loftvarnarflautur hafa verið þeyttar í Jerúsalem og miklir hvellir hafa heyrst í borginni að sögn erlendra fjölmiðlavíða um heim.

Nú er búið að loka lofthelgi Íraks og Jórdaníu; þau lönd liggja á milli Írans og Ísraels.

Benjamin Netanyahu

Yfirvöld í Ísrael ætla að loka lofthelgi sinni rétt eftir miðnætti að staðartíma; Íranir hafa hótað árás eða árásum á Ísrael allt síðan síðan Ísraelsher sprengdi sendiráð Írana í borginni Damaskus í Sýrlandi í byrjun mánaðarins; þá féllu sjö íranskir hermenn, þar af tveir hershöfðingjar.

Um langt skeið hefur andað mjög köldu á milli Ísraels og Írans og hafa Ísraelsmenn oft sakað Írani um að fjármagna Hamas, sem fer með stjórn á Gaza.

Sjö Íslendingar, auk nokkurra barna þeirra, eru búsettir í Ísrael. Flestir í borginni Tel Aviv. Ekki er annað vitað á þessari stundu en að Íslendingarnir séu óhultir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -