Það er ekki á hverjum degi sem bílar fara á flug og en sjaldgæfara að þeir fljúgi í hús og en það er nákvæmlega það sem gerðist í Jurupa-dal í Kaliforníu.
Richard Hernanadez deildi á samfélagsmiðlum ótrúlegu myndskeiði sem náðist á upptöku dyrabjöllu á hans heimili. Í myndbandinu sést svartur bíl keyra hratt í beygju í götu og missir bílstjórinn stjórn á bílnum og endar með því að keyra upp litla brekku áður en bílinn hefur flug og lendir inn í bílskúr nágranna Hernanadez.
Samkvæmt lögreglunni á svæðinu gat bílstjórinn komið sér sjálfur út úr bílnum og hlaut aðeins minni háttar áverka en mikið tjón varð á húsinu sem bíllinn lendi á. Nokkuð ljóst að það verður hægt að ræða þetta í garðveislum hverfisins árum saman.
Hægt er að horfa á myndbandið hér.