Rokksöngkonan Courtney Love gerir allt vitlaust í nýju viðtali þar sem hún drullar yfir helstu söngkonur samtímans.
Courtney Love, söngkona Hole og ekkja Kurt Cobain, er þekkt fyrir að spara ekki stóru orðin í viðtölum en í því nýjasta, sem The Evening Standard tók við hana í tilefni þess að hún er að gefa út sex þátta heimildarseríu um feril sinn í tónlist og þær konur sem mótað hafa hana sem söngkonu.
Í viðtalinu er hún meðal annars spurð álits um nokkrar af þekktustu söngkonur samtímans. Um Taylor Swift segir hún: „Taylor skiptir ekki máli. Hún er kannski öruggt skjól fyrir stelpur og sennilega Madonna samtímans, en hún er ekki spennandi listamaður.“
Love er ekki heldur hrifin af Lönu Del Ray: „Mér hefur ekki líkað við Lönu síðan hún gerði ábreiðu af lagi með John Denver, og mér finnst að hún eigi að taka sér sjö ára pásu.“
Þá réðist hún einnig á drottninguna sjálfa, Beyoncé: „Mér líkar hugmynd Beyoncé að gera kántrýplötu af því að hún er um svartar konur sem fara út í geim, þar sem áður var aðeins hvítum konum hleypt … mér bara líkar ekki tónlist hennar.“