Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Færri farþegar um Keflavíkurflugvöll á nýju ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reiknað er með að fjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll árið 2020 verði tæplega 6,7 milljónir og fækki því um 7,6% ef miðað er við árið 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020.

Heildarfjöldi komufararfarþega verður tæpar 2,6 milljónir, sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra, samkvæmt spánni. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3 prósent.

Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtali við þau flugfélög sem eru notendur flugvallarins til viðbótar við þær fréttir og fregnir sem almennt hafa borist af flugfélögum. „Farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll er unnin í náinni samvinnu við notendur flugvallarins og við erum að gera ráð fyrir fækkun í heildarfjölda farþega sem fara mun um Keflavíkurflugvöll á næsta ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í grein um farþegarspánna.

Samhliða farþegarspánni hefur Isavia á síðustu árum einnig gefið út ferðamannaspá. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum hvað ferðamannaspána varðar benda tölur til að íslenskum ferðalöngum fækki um á bilinu 7 til 8 prósent frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. „Þetta er þó ekki endanleg niðurstaða,“ segir um niðurstöður í ferðamannaspánni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -