Þrátt fyrir að þeirra nánustu bandamenn hvetji til stillingar í kjölfar fordæmalausrar árásar Írans á Ísrael, snúa ísraelskir embættismenn sér að samfélagsmiðlum til að afla sér stuðnings – og til að valda ótta.
Opinber X-reikningur (fyrrverandi Twitter) ísraelskra stjórnvalda birti myndskeið frá árás helgarinnar og svo ljósmynd af Lundúnum í Bretlandi með skilaðboðunum „á leiðinni í borg nærri þér“.
„Stöðvið Íran núna, áður en það er of seint!“ sagði einnig í færslunni, sem birtist sama dag og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, hitti ísraelska embættismenn í viðleitni sinni til að forðast víðtækari stigmögnun.
Stjórnvöld í Íran létu yfirvöld í Ísrael vita af yfirvofandi flygildaárásum með góðum fyrirvara og sögðu þær svör við árás Ísraelshers á íranska herstöð í Sýrlandi þann 1. apríl síðastliðinn þar sem sjö manns létust, þar af tveir hershöfðingjar. Enginn lést í árásum Írans á Ísrael.
Coming to a city near you.
𝐒𝐭𝐨𝐩 𝐈𝐫𝐚𝐧 𝐧𝐨𝐰, 𝐛𝐞𝐟𝐨𝐫𝐞 𝐢𝐭’𝐬 𝐭𝐨𝐨 𝐥𝐚𝐭𝐞!
The Iranian Regime’s missile attack on Israel this week showed the world exactly what Iran is capable of and what they are willing to do.
Sanction Iran’s ballistic missile program and… pic.twitter.com/pjJl3tf2wA
— Israel ישראל 🇮🇱 (@Israel) April 17, 2024