Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Samfélagsmiðlaherferð gegn kynsjúkdómum – Lekandasmit á Íslandi ekki fleiri í 30 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástráður – kynfræðslufélag læknanema hófu samfélagsmiðlaherferð um kynsjúkdóma í dag, í samstarfi við Sóttvarnarsvið Embættis landlæknis.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Ástráði – kynfræðslufélagi læknanema, er helsta markmið félagsins með samfélagsmiðlaherferðinni, sem ber nafnið Trúnó með Ástráði, vera þá að vekja athygli á fjölgun lekandasmita í samfélaginu og ná tökum á útbreiðslu þeirra. Sjötíu prósent auking varð á slíkum smitum milli áranna 2022 og 2023 og hafa þau ekki verið fleiri í yfir 30 ár.

Hér má lesa fréttatilkynninguna:

Gríðarleg aukning hefur orðið á lekandasmitum í samfélaginu nýverið. Milli áranna 2022 og 2023 varð 70% aukning á lekandasmitum, þar sem 270 greindust í fyrra og 160 árið þar á undan. Þetta er mesti fjöldi sem hefur greinst í yfir 30 ár.

Þessi aukning er mikið áhyggjuefni og Ástráður – kynfræðslufélag læknanema vildi grípa til aðgerða í þessum málum. Í dag birtu þau samfélagsmiðlaherferð um kynsjúkdóma í samstarfi við Sóttvarnarsvið Embættis landlæknis. Helsta markmið herferðarinnar, sem ber nafnið Trúnó með Ástráði, er að vekja athygli á aukningu lekandasmita í samfélaginu og að ná tökum á útbreiðslu þeirra. Klamydía er þó enn algengasti bakteríukynsjúkdómurinn á Íslandi og því er mikilvægt að fjalla einnig um hann.

Um er að ræða þrjú ólík myndbönd sem fjalla um lekanda, klamydíu og kynsjúkdómapróf og birtast þau á helstu samfélagsmiðlum á borð við Instagram, TikTok og Facebook. 

- Auglýsing -

Smokkurinn spilar stórt hlutverk í herferðinni sem helsta vörnin gegn kynsjúkdómum. Í ljósi dræmrar notkunar smokksins meðal Íslendinga var ástæða til að vekja athygli fólks á mikilvægi hans í baráttunni við kynsjúkdóma. Myndböndin eru nýstárleg leið til fræðslu og ættu að ná til fjölbreyttra hópa í samfélaginu. Þau eru stutt og hnitmiðuð en innihalda þó allar helstu upplýsingar um viðfangsefnin. 

Síðastliðin 25 ár hefur Ástráður sinnt kynfræðslu í framhaldsskólum, grunnskólum og félagsmiðstöðvum um allt land og því hefur félagið góða reynslu af því að miðla áfram upplýsingum sem þessum.

Myndböndin eru hönnuð og unnin af TVIST auglýsingastofu í samstarfi við Ástráð og Sóttvarnarsvið Embættis Landlæknis. Þau má sjá hér, hér og hér.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -