Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða meðal kennara og skólastjórnenda á Íslandi um tíð ferðalög grunnskólabarna með foreldrum eða forráðamönnum sínum á skólatíma og hafa ferðalögin aukist í magni og lengd. Dæmi eru um að nemendur hafi verið í allt fimm vikur í senn í leyfi með foreldrum eða forráðamönnum sínum.
Sumt fólk telur að málið komi skólayfirvöldum ekkert við og að börn læri mikið um heiminn með því að ferðast meðan aðrir telja veru í skóla mikilvægari en sólarferðir til Tenerife og að börnin verði eftir í námi.
Því spyr Mannlíf lesendur sína: Á leyfa grunnskólabörnum að fara í margra vikna frí á skólatíma?
Könnunni lýkur 20. apríl kl. 12:00.