Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Aríel segir hvalkjöt umhverfisvænan mat: „Erfitt að meta greind dýra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjóliðsforinginn og formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur Aríel Pétursson telur að Íslendingar eigi halda áfram að veiða hval og færir rök fyrir því að borða hvalkjöt sé í raun umhverfisvænn kostur.

„Mig langar aðeins að stinga niður penna vegna hvalveiðaumræðunnar, sérstaklega vegna stólaskipta í matvælaráðuneytinu. Ég vil byrja á því að nefna að lotning mín fyrir þessum stórkostlegu verum er mikil og mér þykir vænt um hvali rétt eins og öll dýr jarðar. Ég er þó, rétt eins og hérumbil þrír fjórðu alls mannkyns, kjötæta – eða öllu heldur alæta. Ég reyni þó að halda einhverju heilbrigðu jafnvægi milli kjöts, grænmetis, kolvetna o.s.frv. í neyslu minni,“ skrifaði Aríel á samfélagsmiðilinn Facebook fyrr í vikunni en hann tæklar meðal annars þau rök að hvalir séu svo gáfuð dýr að það sé ekki rétt að veiða þá.

Aríel talar um að það séu fleiri dýr séu gáfuð og nefnir að þorskum finnist gott að láta klappa sér og hægt sé að hafa steinbít sem gæludýr heima í stofu.

„Þetta á meðal annars við um svín líka. Þau eru gjarnan sett í fimmta sæti yfir greindustu dýr jarðar á eftir kolkrabbanum, öpum, höfrungum og fílum, þótt vissulega sé erfitt að meta greind dýra eftir viðmiðum mannskepnunnar. Það er þó ágætis samfélagssátt um það að rækta svín til manneldis og ég er ekki með þessu að koma með áfellisdóm yfir neyslu svínakjöts enda tek ég þátt í því sjálfur og frábið mér ábendingar þess efnis að ég sé að stunda „whataboutisma“ þó að samanburðurinn sé vissulega gerður til að benda á tvískinnunginn í umræðunni.“

Umhverfisvænn matur

„Þá komum við að græna vinklinum í umræðunni. Því hefur verið fleygt fram að stoppa verði hvalveiðar því stórhveli bindi svo mikið kolefni. Ég hef gaman af talnaleikfimi og langar því að setja upp lítið reikningsdæmi. Ein langreyður er sögð binda 33 tonn á lífsleiðinni. Sami hvalur gefur af sér að jafnaði 30 tonn af kjöti sem ætti að vera nóg til að fæða alla 135 þúsund íbúa Reykjavíkur einu sinni. Samkvæmt norskri tölfræði eru 1,9 kg af CO2 sem losna í andrúmsloftið við framleiðslu af hverju kílói af beinlausu hvalkjöti. Það eru því 57 tonn af CO2 sem myndast í framleiðslu þessara 30 tonna beinlauss kjöts. Ef sami hópur (Reykvíkingar) hefðu neytt beinlauss nautakjöts í þessari máltíð væri losunin 3 milljónir tonna af CO2, eða ríflega fimmtíufalt meiri. Að neðan má sjá samanburð kolefnisspors eftir nokkrum neysluvörum til glöggvunar. Ef við erum heiðarleg í umræðunni og ef okkur er raunverulega annt um að halda kolefnisspori okkar í skefjum þá er hvalkjöt umhverfisvænt kjöt,“ skrifaði sjóliðsforinginn.

- Auglýsing -

Ferðamönnum hefur fjölgað

Aríel segir að allar veiðar til manneldis eigi að hafa sjálfbærni og mannúðlega aflífun að leiðarljósi og að sjálfbærni hafi náðst á langreyðaveiðum undanfarin ár. Aðeins séu veiddar 161 langreyður af 40 þúsund sem eru við strendur Íslands.

„Hvað hið síðarnefnda varðar þá hefur kapp verið lagt á að gera betur í aflífunarferlinu og stytta það eins og mögulegt er svo það sé eins mannúðlegt og hægt er. Þar má vissulega gera betur, rétt eins og við allar veiðar á villtum dýrum. Að lokum kemur almenningsálitið úti í heimi. Því hefur verið haldið fram að hvalveiðar Íslendinga skaði ferðaiðnaðinn en þá er nærtækast að líta til þess að frá því þær voru leyfðar á ný árið 2008 hefur fjöldi ferðamanna hér um bil fjórfaldast og þykir sumum nóg um. Fókusinn í dýravelferð ætti að mínu mati allur að fara í að berjast fyrir bættum aðbúnaði húsdýra og aukinni áherslu á free-range búskap.“

- Auglýsing -

Aríel endur svo pistilinn á samanburði á hvalkjöti og ýmsum öðrum hlutum.

„Samhengi hlutanna
Tafla til að setja þetta í samhengi:
1 ferð til Tene = 1400 kg CO2
1 kg nautakjöt = 99,8 kg CO2
1kg eldisrækja = 27 kg CO2
1kg svínakjöt = 12 kg CO2
1kg hrísgrjón = 4,5 kg CO2
1 kg hvalkjöt = 1,9 kg CO2“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -