Markaðurinn stóð nýverið fyrir vali á viðskiptamanni ársins 2019. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, varð fyrir valinu, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri var í öðru sæti og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts í því þriðja.
Markaðurinn fékk 42 álitsgjafa með sér í lið við valið en aðeins sex úr hópnum eru konur. Þær eru Ásta Fjeldsted, Birna Einarsdóttir, Helga Valfells, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Lilja B. Einarsdóttir og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir,
Ungar athafnakonur, UAK, vekja athygli á þessu ójafna hlutfalli á Twitter.
„Dómnefnd Markaðarins um viðskiptamann ársins 2019. Finnið 6 konur,“ er skrifað við lista yfir álitsgjafa Markaðarins.
Dómnefnd Markaðarins um viðskiptamann ársins 2019. Finnið 6 konur🥰 pic.twitter.com/k6fry7aBiy
— Ungar athafnakonur (@ungarathafna) December 28, 2019
„Sorglegt að sjá hversu ójafnt kynjahlutfallið er í dómnefnd Markaðarins. Enn sorglegra að sjá hversu fáar konur eru á lista yfir viðskiptamann ársins. Eru þær ósýnilegar,“ er þá skrifað í aðra Twitter-færslu og grein Markaðarins deilt. Í þeirri grein er fjallað um aðra viðskiptamenn sem voru nefndir við val á viðskiptamanni ársins. Á þeim lista er að finna tíu nöfn karla en tvær konur.
Sorglegt að sjá hversu ójafnt kynjahlutfallið er í dómnefnd Markaðarins. Enn sorglegra að sjá hversu fáar konur eru á lista yfir viðskiptamann ársins. Eru þær ósýnilegar? https://t.co/Rlc4iV42Xt
— Ungar athafnakonur (@ungarathafna) December 28, 2019