Fyrrverandi formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna, Marínu G. Njálsson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann skýtur föstum skotum á yfirvöld sem vilja fresta bætingu á kjörum öryrkja, sem þau segja að ógni verðstöðuleika í landinu.
„Þessu verður ekki logið: Hækkun á naumhyggjugreiðslum almannatrygginga til öryrkja er ógn við verðstöðugleika.“ Þannig hefst færsla Marínós og heldur svo áfram: „Er einhverjum borgað fyrir að hugsa upp svona steypu? Höfum í huga, að það er búið að vera á stefnuskrá nærri allra ríkisstjórna á þessari öld að bæta hag öryrkja, en í staðinn hafa þeir sífellt dregist aftur úr fullvinnandi fólki á lægstu launum.“