Í dagbók lögreglu glæpi var ýmis afbrot að finna
Lögreglumenn voru við almennt eftirlit þegar þeir sáu ætlaða fíkniefnasölu eiga sér stað fyrir framan nefið á þeim. Meintur fíkniefnasali var handtekinn og fundust við leit töluvert magn af fíkniefnum og peningum var aðilinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar. Þá var lögreglan kölluð að slysadeild vegna aðila sem var þar í miklu ölvunarástandi og lét öllum illum látum. Þegar lögreglu bar að reyndi aðilinn að ráðast að öryggisverði og lögreglu. Fór svo að aðilinn var vistaður í fangaklefa.
Ungmenni var handsamað í miðbænum eftir að hafaf reynt að ljúga til nafns og þar eftir reynt að hlaupa frá lögreglu með slæmum árangri og reyndist viðkomandi vera með tvo hnífa á sér. Málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Þá var annað barn í miðbænum handsamað eftir að hafa neitað að segja til nafns og reyndist barnið vera með fíkniefni á sér og var málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda.
Sex aðilar gistu fangaklefa lögreglu í nótt og voru alls 69 skráð í kerfi lögreglu.