- Auglýsing -
Handboltaþjálfarinn Ólafur Stefánsson mun hætta þjálfun þýska liðsins Aue í sumar en liðið hefur spilað langt undir væntingum í vetur og er hraðri leið niður í þriðju deildina úr þeirri annari. Samningur Ólafs við Aue rennur út í sumar.
Ólafur, eins og flestir Íslendingar vita, er einn bestu handknattleiksmaður handboltasögunnar en hann hefur ekki náð jafn góðum árangri sem þjálfari. Þá hefur einnig verið tilkynnt um að Sveinbjörn Pétursson, markmaður Aue, muni einnig yfirgefa félagið en hann hefur leikið með liðinu í átta ár.