„Þetta er ekkert rangt hjá Lilju. Munið þið þegar Píratar voru sagðir vera nákvæmlega eins og Samfylkingin? Það var af því að Samfylkingin var að reyna að herma eftir okkur en kunni það ekki alveg. Í síðustu kosningum gekk Framsókn vel og Samfylkingin hætti að herma eftir Pírötum og fór að herma eftir Framsókn.“ Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í nýlegri Facebook-færslu og er þar að tala um þau orð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og ferðamálaráðherra, að Samfylkingin sé að taka upp stefnu Framsóknarflokksins.
Og Björn Leví var ekki búinn:
„Auðvitað er þetta ekki algjör afritun. Stefna Samfylkingarinnar er í rauninni ekkert flókin. Hún snýst um að borga út alls konar bætur. Vaxtabætur, barnabætur, húsnæðisbætur, … þið vitið, félagslega öryggisnetið. Flestir eru sammála því að það þurfi að vera eitthvað álíka kerfi til þess að tryggja félagslegt öryggi. Fólki greinir bara á hversu mikið.“
Þá kallar Píratinn stjórnmálin „vinsældarkeppni“:
Hvaða málefni flokkarnir leggja áherslu á og svo hverjir stjórna. Eða nánar tiltekið, hvernig er stjórnað.“
Að lokum leggur hann svo til að fleiri flokkar mættu herma eftir Pírötum.