Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi segist þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún hefur fengið en samkvæmt nýjustu könnun Prósents mælist hún með 18% en er það meira fylgi en Jón Gnarr, fyrr. borgarstjóri Reykjavíkur, mælist með. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þennan stuðning sem birtist í þessari könnun. Þó þetta sé auðvitað bara könnun og enn sé langt til kosninga þá er þetta í takt við þann meðbyr sem ég finn í samtölum við fólk,“ sagði Halla í samtali við mbl.is en hún er þessar mundir að ferðast um Vestfirði. Halla telur mikilvægt að forseti Íslands tali fyrir samstarfi um heim allan. „Það er hlutverk forsetans að magna tækifæri á Íslandi, heima og að heiman. Samtalið snýst um það líka, hvernig getum við unnið saman að því að stækka tækifæri landsins og móta tækifæri framtíðarinnar.“