Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Poetrix með nýtt lag: „Það er hægt að bjarga lífi hans Sævars, en til þess þurfum við ykkar hjálp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Rapparinn Poetrix er að gefa út áður óútgefið efni til styrktar góðgerðarsöfnunar til að safna fyrir læknisþjónustu erlendis sem er honum ekki til boða á Íslandi. Á næstunni fer hann í stórar skurðaðgerðir til að bjarga honum en hann er langt gengin úr alvarlegum áverkum og er líf hans í húfi.

Poetrix er hliðarsjálf Sævars Daníels Kolandavelu en í fréttatilkynningu segir að textagerð hans sé þannig að hann setji sig í hlutverk sögumanns sem fer í hin ýmsu hlutverk í íslensku samfélagi og tjáir sig þaðan, beitt samfélagsrýni og oft má greina kaldhæðinn tón í bland við frammúrstefnulega ljóðlist.

Lagið kemur af plötu sem fullkláruð var með landsliði hljóðfæraleikara fyrir um áratug síðan, átta árum eftir frumraun listamannsins, en vegna persónulegra aðstæðna, og líklega „óhóflegri sjálfsgagnrýni og fullkomnunaráráttu hans,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningunni, kom hún aldrei út en aðeins átti eftir að taka upp raddir.

Sævar hefur verið hvattur af meðspilara sínum, Einar Scheving, til að byrja gefa lögin út, og var um helgina tekin upp EP plata í stúdíóinu hjá Einari, með það að markmiði að þó Sævar sé slasaður, að gera alíslenskan rímnaseið, og reyna að fanga augnablikið úr þessum áður óútgefnu lögum, og ná þeim á teip áður en hann fer í erfiða læknismeðferð, fjáröflun og heljarmikið ferðalag sem framundan er.

Einar fékk efnið nýlega í hendurnar og stakk upp á því að gefa það út til að kynna fjármögnunina á Karolina Fund, sem sett hefur verið í gang fyrir læknismeðferðinni, og hvort Sævar treysti sér til að klára þær raddupptökur sem eftir voru.

Samkvæmt fréttatilkynningunni er „hægt að bjarga lífi hans Sævars, en til þess þurfum við ykkar hjálp, annars tekst okkur það ekki.“ Fyrrum yfirmaður heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heimilislæknir er, að því er fram kemur í tilkynningunni, að panta nauðsynlegar myndatökur sem Sævar fer í á morgun, og verða þær myndir sendar út, og Sævar fer svo í kjölfarið á eftir og vonandi undir læknishendur tafarlaust, samkvæmt tilkynningunni en er staða hans er verulega tæp líkamlega, þó hann beri sig vel, og framundan þrjár aðgerðir yfir þriggja mánaða tíma, og ljóst að staða hans þolir ekki mikið meiri bið.

Þetta lag Fyrir alla er það eina sem var búið að taka upp rödd í fyrir löngu og listamaður temmilega sáttur með af því óútgefna, og fær það því að flakka hér, en restin af EP plötunni er núna í hljóðblöndun og verið að klára gestainnkomu. Hún verður svo send í masteringu á mánudag og svo verður opinber útgáfu í næstu viku.

- Auglýsing -

Sævar og kona hans stunda einnig listsköpun undir listamannanafninu Thugmonk_, þar sem hiphoptónlist, austurlenskri heimspeki, íslenskum sagnaarfi og framúrstefnulegri „sækadedellik“ pælingum er blandað og sett fram í litlum „atómljóðum“ sem í mynd, hljóði, köllunum í vísindin og forna visku, í bland við lífræna myndlist, ljósmyndum, ljóðlist og svo aðstoð gervigreindar, koma til skila skapandi og hugvekjandi skilaboðum um styrk hugans og litlum fallegum sögum.

Hér má hlusta á nýju útgáfun en platan mun heita Biluð plata.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -