Björn Birgisson tjáir sig um minnihluta sem myndast stundum í stjórnmálaflokkum, í nýrri Facebook-færslu.
Samfélagsrýnirinn beinskeytti, Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann talar um stjórnmálaflokka og það þegar minnihlutar, stundum einstaklingar, innan flokkanna fara að snúast gegn meirihlutanum. Stutt er síðan varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði sig frá starfi fyrir flokkinn, vegna óánægj en dæmin eru mun fleiri og spannar áratugi.
„Stjórnmálaflokkar.
Þá er spurning hvað verður um hann.“
Þannig byrjar færsla Björns en svo heldur hún áfram: „Í versta falli yfirgefur sá minnihluti eða einstaklingar innan hans flokkinn. En er það endilega svo slæmt? Að mínu mati er það meira gott en slæmt.“
Í lokaorðum sínum segir hann slíka liðsmenn vera ávallt til vandræða í flokkstarfi og að best sé að slíkt fólk hætti af sjálfsdáðum.