Eins og alþjóð veit þá hefur Glúmur Baldvinsson skoðanir á samfélagsmálum og kemur þeim að venju frábærlega frá sér.
Hann er með hugann við fjöldann allan af börnum hér á landi sem brotið hefur verið illa á í nafni ríkis og kirkju í gegnum tímabil sem líklega telja frekar aldir en áratugi.
Spyr:
„Hvernig stendur á því að í nánast sérhverju tilviki og á hverju einasta heimili á vegum ríkis og kirkju sem átti að faðma að sér brotin og yfirgefin börn og umlykja þau með ást og hlýju brutu starfsmenn gegn þeim andlega og líkamlega og eyðilögðu þau fyrir lífstíð?“
Glúmur spyr einnig af hverju það sé „ekki hægt að treysta starfsfólki ríkis og kirkju fyrir okkar viðkvæmustu sálum?“
Hann segir þetta ömurlega athæfi vera nánast „daglegt brauð. Sagan endalausa. Af hverju ræðst siðblint og illgjarnt fólk í slík störf? Trekk í trekk.“