Ótrúlegt atvik átti sér stað um borð í strætó í seinustu viku í Oklahomaborg í Oklahomafylki í Bandaríkjunum. Maður að nafni Tihron Harrison bað strætóbílatjóra um að hleypa sér út á gatnamótum en hafnaði bílstjórinn þeirri beiðni Harrison og sagði að hann gæti farið út á næstu stoppistöð. Sú höfnun varð til þess að Harrison kýldi bílstjórann í andlitið meðan hann var við akstur. Bílstjórinn reyndi að verjast en Harrison dró bílstjórann úr bílstjórasætinu og vagninn var því stjórnlaus meðan Harrison hélt áfram að ráðast á bílstjórann og hætti ekki fyrr en strætóinn keyrði á hús en þá flúði hann vettvang. Bílstjórinn hlaut minniháttar áverka og slasaðist enginn í húsinu eða strætónum við áreksturinn. Harrison var fljótlega handtekinn en ekki hefur verið hvort og þá fyrir hvað hann verður ákærður.