Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
0.9 C
Reykjavik

Fimm ógeðsleg skilaboð biðu Davíðs eftir dómgæsluna:„Skot klukkan var sein fokking mongolitið þitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Körfuknattleiksdómarinn Davíð Tómas Tómasson fékk óhugnanleg skilaboð eftir að hafa dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrlitum karla í gær.

Davíð Tómas Tómasson, körfuhnattleiksdómari og rappari, skrifaði færslu í dag þar sem hann segir frá mjög leiðinlegum skilaboðum sem hann fékk send á sig í gærkvöldi. Davíð hafði þá dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrslitum karla í körfuknattleik en leikurinn var mjög jafn og fór í framlengingu en heimaliðið vann eftir flautukörfu.

„Í gær dæmdi ég oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8.liða úrslitum karla. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og gríðarlega vel leikinn. Hann fer í framlengingu og heimaliðið vinnur eftir að skora flautukörfu nálægt miðjunni. Lygilegur endir á frábærum leik!“ Þannig hefst færsla Davíðs og heldur svo áfram:

„Í algjöru spennufalli komum við dómararnir niður í klefa eftir leik og fyrsta sem við gerum er að taka utan um hvorn annan. Aðallega vegna þess að deila svona reynslu er ómetanlegt en ekki síður vegna þess að við komumst, að okkar mati, mjög vel frá verkefninu. Gamanið kárnaði hins vegar fljótt þegar ég opna símann minn. Þessi skilaboð voru ein af fimm sem biðu mín eftir leik i gær, öll á svipaða vegu.“

Segir Davíð í færslunni að á 17 ára ferli sínum sem dómari hafi hann fengið óteljandi skilaboð af sama meiði og þau sem hann fékk í gær. Segist hann hafa farið yfir dómgæsluna fram á nótt og komist að þeirri niðurstöðu að leikurinn hafi verið „gríðarlega vel dæmdur“ eins og hann orðar það:

„Ég hef dæmt í 17 ár, ótal marga mikilvæga leiki og skilaboðin af þessu tagi hafa verið óteljandi. Á öllum miðlum, öll árin og á öllum tímum sólarhringsins. Áður en að ég faldi símanúmerið mitt á ja.is og hér á Facebook var ég líka að fá símhringingar á nóttunni.
Það eru fáir eins gagnrýnir á eigin frammistöðu og ég, enda er það eina leiðin til að ná raunverulegum árangri. Eftir leik í gær var það okkar tilfinning að hann hafi verið gríðarleg vel dæmdur, það var síðan staðfest eftir að hafa horft á hann aftur þegar heim var komið og rýnt í alla ákvarðanatöku langt fram á nótt. Því að það er vinnan sem maður setur inn í þetta, ekki bara að mæta 5 mínútur fyrir leik og gera bara eitthvað. Þràtt fyrir hversu vel það gekk bíða mín fimm skilaboð.. Fimm! Þið getið ímyndað ykkur hvernig pósthólfið er þegar það gengur ekki eins vel á vellinum.“

Í lokaorðum sínum talar Davíð um kynslóðaskipti í körfuboltadómgæslu á Íslandi:

„Nú eru kynslóðaskipti í íslenskri körfubolta dómgæslu. Margir af okkar leiðandi mönnum eru nú þegar hættir eða eru á síðustu metrunum. Það gengur erifðlega að fá inn nýja menn og enginn skilur afhverju það er ..
Úrslitakeppnin eru jólin í íslensku körfuboltalífi. En þó að það sé mikið í húfi og tilfinningar í hámarki þurfum við samt öll að gera betur en þetta!“

Með færslunni lét hann fylgja eftirfarandi skjáskot af einum skilaðboðunum:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -