Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Útveggir hússins verða réttir af

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins við Bæjarháls í Reykjavík. Húsið mun taka nokkrum útlitsbreytingum. Þetta kemur fram í frétt á vef Orkuveitunnar.

Það segir að helsta breytingin verði sú að útveggir hússins verða réttir af en þrír af fjórum útveggjum hins skemmda Vesturhúss slúta nú fram yfir sig. Það þýðir að gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka. Heildarflatarmál verður svipað og fyrir breytingar.

Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að þeim ljúki 2022.

Í frétt OR er það rakið að árið 2017 kom í ljós kom að hluti skrifstofuhúsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur var mikið skemmdur af raka. Um svokallað Vesturhús var að ræða og var það rýmt. Eftir greiningu var tekin ákvörðun um að endurbyggja útveggi Vesturhússins en nota áfram það sem heilt er; burðarvirki, gólf og ýmis kerfi hússins svo sem lyftur og loftræsibúnað.

„Við skoðuðum marga kosti í stöðunni, greindum þá og mátum og teljum okkur nú vera komin að bestu niðurstöðunni. Það gæti líka orðið hagkvæmara að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi nú en hefðum við strax rokið af stað. Bæði hefur dregið úr spennu á byggingamarkaði og vextir eru lægri,“ er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -