Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er á öruggum batavegi eftir að hafa greinst með illvígt krabbamein í ristli fyrr í vetur. Tómas gekkst undir aðgerð og var í veikindaleyfi í vetur. Hann hefur í gegnum tíðina bjargað mörgum mannslífum. Margir sýndu lækninum samhug í veikindum hans sem nú sér fyrir endann á.
Nú hefur kappinn braggast svo um munar og er kominn á fullt á því uppáhaldssporti sínu að stunda fjallaskíði. Kappinn hefur undanfarið sést á hæstu tindum hvaðan hann skíðar niður snarbrattar brekkur ásamt félögum sínum.
Auk þess að vera þekktasti hjartalæknir Íslands er Tómas útvitistarmaður af lífi og sál. Auk þess að klífa öll helstu fjöll Íslands hefur hann farið á suma af hæstu tindum heims …