Tíu ára drengur í Alabama „þóttist dauður“ til að lifa af eftir að móðir hans er sögð hafa reynt að drekkja honum í baðkari.
Samkvæmt PEOPLE var móðirin, Ashley Elizabeth Jones, 34, handtekin á þriðjudag og ákærð fyrir gróft barnaníð.
Eins og fram kemur í yfirlýsingu, sem fréttamiðilinn fékk í hendur, sagði sonur Jones við yfirvöld að mamma hans hafi slegið hann og bitið áður en hann segir hana hafa kastað bleikiefni á hann, eftir að hann sagðist vilja búa með föður sínum, sem deilir forræði með Jones.Samkvæmt dómsskjölum sagðist drengurinn hafa farið í bað til að þrífa bleikiefnið af sér. Samkvæmt yfirlýsingunni elti móðir drengsins son sinn inn á baðherbergið, „stökk í baðkarið með honum og hélt áfram að grípa í andlit hans og ýtti því undir vatn“ í um það bil 45 sekúndur. Í tilraun sinni til að fá móður sína til að hætta, sagði drengurinn við lögregluna, að hann hafi legið kjurr og „þóst vera dauður,“ eins og fram kemur í dómsskjölunum. Eftir það er Jones sögð hafa læst son sinn inni í skáp í þrjár klukkustundir.
Það er óstaðfest hvaða dag umrædda árás átti sér stað, en í dómsskjölunum kemur fram að meint misnotkun hafi átt sér stað í rúma viku áður en Jones var handtekinn síðastliðinn þriðjudag, og bentu á nokkur meint tilvik á milli 15. apríl og 21. apríl.
Samkvæmt yfirlýsingunni hélt drengurinn því fram að „klórför“ og „mar“ á líkama hans væru afleiðing af misnotkun móður sinnar og hringdi í föður sinn sunnudaginn 21. apríl og bað hann að koma og sækja hann. Faðirinn sagði yfirvöldum að sonur hans hafi hljómað „stressaður“ áður en hann sagði honum frá meintu ofbeldi móður sinnar, eins og fram kemur í dómsskjölum. Faðirinn tilkynnti Jones til yfirvalda, sem handtók hana daginn eftir.Eins og fram kemur í yfirlýsingunni, neitaði Jones ásökunum. Hún var handtekin á þriðjudag eins og áður kemur fram, og var látin laus eftir að hafa borgað 50.000 dollara tryggingu, samkvæmt PEOPLE eða ríflega sjö milljónir króna.
Jones þarf að mæta fyrir dómi 20. maí.