Britney Spears á miklum erfiðleikum þessa daganna segja nástaddir vinir söngkonunnar frábæru. Samkvæmt þeim á hún við mikil andleg veikindi að stríða og styttist í að hún verði gjaldþrota.
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að söngkonan sé í raun á eyðslufylleríi og hafi enga stjórn á fjármálum sínum. Að sögn heimildarmanna TMZ fer söngkonan á um það bil sex vikna fresti til Frönsku-Pólýnesíu og kostar dvöl hennar þar í kringum milljón dali og þá fer hún til Hawaii mánaðarlega og borgar hún um það bil 350 þúsund dali fyrir þær ferðir en hún dvelur aðeins á dýrustu hótelum heimsins í ferðum sínum og lifir í miklum lúxus.
Heimildarmenn TMZ segja að Spears hafi átt um 60 milljónir dala þegar hún fékk sjálfræði sitt aftur í lok 2021 eftir að hafa verið undir hæl föður hennar en sé núna að nálgast gjaldþrot.
Einnig var greint frá því að söngkonan hafi þurft að borga rúmar 4 milljónir dala í lögmannskostnað eftir að hafa verið í mál við föður sinn en hún tapaði því máli. Hún taldi hann skulda sér háar fjárhæðir frá því tímabil sem hann stjórnaði líf hennar.