Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Lögmaður um lögbrot jólasveinanna: „Stekkjastaur gæti auðveldlega verið í vondum málum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson skrifar um íslensku jólasveinana í sinn nýjasta pistil. Hann segir að ef við ætluðum að heimfæra refsiramma íslenskra laga upp á sveinana 13 þá kynnu þeir að vera í slæmum málum.

Hann segir ljóst að sumir þeirra séu fingralangir svo dæmi sé tekið. „Þannig er talið að Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Ketkrókur og Kertasníkir séu eitthvað í að hnupla frá fólki þeim munum sem þeir eru kenndir við. Og það er auðvitað bannað,“ skrifar Ómar og tekur fram að brot gegn þjófnaðarákvæði almennra hegningarlaga geti varðað allt að sex ára fangelsi.

„Auk þess að vera fingralangir, verður að segja að það sé líklegt að Gluggagægir sé ekki sá eini sem er að góna inn um glugga í mannabyggðum. Það er náttúrulega bannað og fellur undir blygðunarsemisbrot, sbr. 209. gr almennra hegningarlaga,“ skrifar Ómar. Hann segir refsirammann í blygðunarsemisbrotum vera 4 ár, en fyrir smávægileg brot er botninn 6 mánuðir. „Í ljósi síendurtekinna ferða jólasveina á glugga landsmanna, verður að teljast líklegt að þeir færu upp í efri mörk refsirammans,“ bætir hann við.

Hvað Hurðaskelli varðar segir Ómar að sjálfsagt mætti hanka hann á því að brjóta 4. gr. lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem bannar fólki að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna. „Þegar allt er saman tekið stefnir því í að Hurðaskelli verði stungið í steininn.“

Pistil Ómars má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -