Forsetaframbjóðandinn Viktor Traustason hefur skilað inn meðmælalista fyrir framboð sitt til forseta Íslands en Viktori var veittur frestur til að laga þá galla sem voru að upphaflega lista hans þrátt að meiri háttar gallar hafi verið á fyrri lista Viktors.
„Og úrskurðarnefndin tekur undir það mat Landskjörstjórnar í sínum úrskurði. Hins vegar telur hún að þrátt fyrir þennan stóra ágalla þá hefði landskjörstjórn átt að veita honum frest til að bæta úr, sem sagt frestveitingar Landskjörstjórnar til annarra frambjóðenda byggðust í raun á því að þar væri um að ræða minni háttar ágalla,“ sagði Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landkjörstjórnar, um málið en upphaflega var framboð Viktors úrskurðað ógilt en hann kærði þá ákvörðun og vann það mál.
„Þetta er úr mínum höndum og það hjálpar ekkert að hafa óþarfa áhyggjur af því,“ sagði Viktor um nýjan meðmælalista við RÚV.