Öryrkjabandalag Íslands áréttar að samtökin hafi ekki verið með í ráðum við gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
Stjórn ÖBÍ sendi rétt í þessu frá sér ályktun vegna þess misskilnings sem réttindasamtökin segja að sé í gangi varðandi nýtt frumvarp sem varðar endurskoðun á örorkulífeyriskerfis almannatrygginga. „Sá misskilningur virðist vera uppi að vinnan sem snýr að frumvarpinu og endurspeglast í efni þess, sé komin frá ÖBÍ. ÖBÍ var boðið á upplýsingafundi ráðuneytisins og kom þar á framfæri áhyggjum sínum og tillögum ásamt því að skila inn ítarlegri umsögn. ÖBÍ átti enga frekari aðkomu að gerð frumvarpsins,“ segir meðal annars í ályktuninni.
Þá segist ÖBÍ hafa kallað eftir einföldun kerfisins og hækkur lífeyrisgreiðsla í fjölda ára og segist hlynnt þeim kerfisbreytingum „sem eru til hagsbóta fyrir það fólk sem reiðir sig á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga.“
Segja samtökin ennfremur að Alþingi beri ábyrgð þegar kemur að breyttu örorkulífeyriskerfi almannatrygginga og að um sé að ræða líf og lífskjör þúsunda einstaklinga.
Að endingu hvetur stjórnin stjörnvöld til þessa að virðar skuldbindingar þær sem þau hafa undirgengist samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna.
„Að lokum hvetur stjórn ÖBÍ stjórnvöld til þess að virða þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist skv. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðhafa að raunverulegt samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess.“
Hér má lesa ályktunina í heild sinni:
Ályktun frá stjórn ÖBÍ réttindasamtaka
Stjórn ÖBÍ réttindasamtaka vill koma því á framfæri að samtökin eiga enga beina aðkomu að þeirri vinnu sem frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga byggir á.
Sá misskilningur virðist vera uppi að vinnan sem snýr að frumvarpinu og endurspeglast í efni þess, sé komin frá ÖBÍ. ÖBÍ var boðið á upplýsingafundi ráðuneytisins og kom þar á framfæri áhyggjum sínum og tillögum ásamt því að skila inn ítarlegri umsögn. ÖBÍ átti enga frekari aðkomu að gerð frumvarpsins.
ÖBÍ hefur í fjölda ára kallað eftir einföldun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga og hækkun lífeyrisgreiðslna. ÖBÍ er hlynnt þeim kerfisbreytingum sem eru til hagsbóta fyrir það fólk sem reiðir sig á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga.
Alþingi ber ábyrgð þegar kemur að breyttu örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Um er að ræða líf og lífskjör þúsunda einstaklinga sem eiga allt sitt undir því að breytingar sem kunna að verða gerðar tryggi mannsæmandi framfærslu og tækifæri til þátttöku í samfélaginu til jafns við ófatlað fólk. ÖBÍ gerir þá kröfu að vandað verði til verka við meðferð þessa máls sem varðar með svo afdrifaríkum hætti grundvallarhagsmuni meginþorra fatlaðs fólks á Íslandi.
Að lokum hvetur stjórn ÖBÍ stjórnvöld til þess að virða þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist skv. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðhafa að raunverulegt samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess.