Steinunn Ólína veit alveg hvað hún syngur – og er með auga fyrir fegurð.
Hún segist ekki vita „hvaða filter stalla mín Ásdís Rán Gunnarsdóttir notar en óviðjafnanlegar erum við hér, Helga og ég, og unglegar með afbrigðum (ég hef ekki verið svona ungleg síðan ég var 11 ára).“ Þarna vísar Steinunn Ólína til forsíðumyndarinnar er prýðir þessa grein.
Steinunn Ólína er ánægð með daginn í dag sem og gærdaginn – og þakkar Ásdísi Rán það:
„Takk fyrir samveruna í gær Ásdís, þú ert engri lík og það er það sem ég kann að meta. Manneskja sem fer eigin leiðir og lætur engan segja sér fyrir verkum. Þú ert orginall.“